
Öll almenn smíðavinna, nýsmíði og viðhald
Fáðu meistara í málið
Sigurjón hjá SG Smíðar er bæði löggildur húsasmíðameistari og byggingarstjóri og hefur mikla og víðtæka reynslu af flest öllu er við kemur byggingarframkvæmdum. Hann hefur komið að hundruðum verka og má þar meðal annars telja nýsmíði timburhúsa, pallasmíði, sökkulvinnu og gluggaskipti.
Fyrri verk
Hjá okkur eru gæði alltaf í fyrsta sæti eins og sjá má í öllum okkar verkum.

Heilsárs hús - Tjarnabyggð

Bárujárnsklæðning - Kjalarnesi

Sökkulvinna - Mosfellsbæ
Starfsemin
SG Smíðar tekur að sér allar tegundir smíðavinnu. Ef verkið er pallasmíði, sökkulvinna, klæðningar, rúðuskipti, gluggaskipti, önnur viðhaldsverk, uppsetningar á innréttingum eða nýsmíði timburhúsa erum við hjá SG smíðar mennirnir í verkið. Fáðu tilboð í draumaverkið þitt í dag.